Hagnýtar upplýsingar
Foreldrar tilkynna forföll nemenda fyrir upphaf skóladags áður en að skóladagurinn hefst kl. 08:00 með í því að hringja í skólann s: 456-7249 eða skrá ástundun í Mentor. Eins ber foreldrum að hringja á hverjum morgni ef nemandi er veikur lengur en einn dag.
Leyfisóskir eru framkvæmdar á Mentor. Það er á ábyrgð foreldra að nemendur vinni upp námsefni sem þeir missa af í lengra leyfi.
Nemendum í grunnskóla er skylt að mæta í allar
kennslustundir sem þeim eru ætlaðar samkvæmt skipulagi skólans nema um lögleg
forföll eða leyfi sé að ræða.
Verði misbrestur á mætingu nemanda, skal umsjónarkennari leita skýringa og reyna að finna úrræði til úrbóta í samvinnu við nemandann og forráðamann hans. Dugi það ekki skal málinu vísað til nemendaverndarráðs og skólastjóra.
Nemendur í 1.-7. bekk eru úti í frímínútum.
Þurfi nemandi af einhverjum ástæðum að vera inni, skal forráðamaður koma beiðni um slíkt til skólans / umsjónarkennara nemandans. 8.-10.bekkur hefur val um að fara út.
Hafragrautur, nesti og ávextir
Í nestistíma er í boði hafragrautur sem er gjaldfrjáls fyrir nemendur. Ef nemendur koma með nesti er rétt að minna á mikilvægi hollustu. Ávextir eru í boði fyrir alla nemendur í skólanum frá 10.30-11.05.
Nemendum skólans stendur til boða gjaldfrjáls hádegismatur í mötuneyti skólans. Ef nemendur koma með hádegisnesti ber þeim að snæða það í mötuneytinu. Nemendur komast í samlokugrill sem og örbylgjuofn.
Yfirfarið nóvember 2025.
