4. bekkur er orkumikill
Í 97% tilvika komu nemendur 4.bekkjar fyrir eigin orku í skólann
Dagana 15.-19. september var bíllaus vika í skólanum sem við í Grunnskóla Bolungarvíkur köllum Fyrir eigin orku í skólann. Þessa daga hvöttum við nemendur okkar og starfsmenn að koma fyrir eigin orku í skólann t.d. gangandi eða hjólandi.
Nemendur 4. bekkjar komu í 97% tilvika fyrir eigin orku í skólann þessa daga sem má með sanni segjast að teljist ansi gott. Nemendur í 9. bekk tóku hvatningunni vel og komu fyrir eigin orku í 91% tilvika.
Nemendum 4. bekkjar var færð viðurkenning í morgun ásamt því að allir nemendur skólans fengu klaka, Sun Lolly, í eftirrétt í mötuneytinu.

