5 ára deildin hefur hlotið nafn

3.6.2024

  • Bol_thuridur

Nafnasamkeppni og kosning hefur farið fram

Nafnasamkeppni hefur farið fram um nafn á 5 ára deildinni sem fluttist í grunnskólann síðastliðið haust. Margar skemmtilegar tillögur komu fram og var ákveðið að kjósa á milli fjögurra þeirra: Völusteinn, Malir, Ernir og Ós. Hlutskarpasta tillagan varð Malir og hefur 5 ára deildin því fengið það nafn.

Í greinargerð Sólrúnar Geirsdóttur, Byggingarár húsa í Bolungarvík, segir að það svæði sem Bolungarvík stendur á skiptist í ákveðin svæði og eru malir eitt þeirra. Malir eru á malarhjalla með fram ströndinni utan við Hólsá. Framan af var byggð Bolungarvíkur nær eingöngu á Mölunum. Í daglegu tali má heyra Bolvíkinga segjast ætla niður á Malir liggi leið þeirra inn í bæ.