Aðstoðarmatráður óskast
Grunnskóli Bolungarvíkur óskar eftir aðstoðarmatráð í mötuneyti skólans frá og með 1. nóvember 2019.
Í boði er 50% starf, vinnutími 09.00 - 13.00, sem felst í almennri vinnu í mötuneyti leik- og grunnskóla.
Í starfinu felst meðal annars undirbúningur, framleiðsla á mat, frágangur og þrif. Auk þess þarf einstaklingurinn að leysa matráð af ef þörf er á.
Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna og hentar jafnt körlum sem konum.
Hæfnikröfur
Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund, samstarfsvilja og sveigjanleika. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu.
Launakjör
Laun og önnur starfsskjör eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2019.
Nánari upplýsingar
Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, halldoras@bolungarvik.is, eða í síma 6923736.