Aðventan gengin í garð
Komið saman og sungið
Það voru prúðbúnir nemendur og starfsmenn skólans sem komu saman í upphafi dags og sungu saman. Í dag, á fullveldisdaginn, er betri fata dagur og venju samkvæmt hefst aðventusöngur. Hefð er fyrir því í skólanum að koma saman alla mánudaga á aðventunni, kveikja á kerti á aðventukransinum okkar og syngja nokkur jólalög.
Það er ákveðinn hátíðleiki fólginn í þessari samverustund sem okkur finnst kærkominn.

