Aðventusöngstund

13.12.2023

  • 20181220_113023

Foreldrar og forráðamenn eru boðnir velkomnir í skólann og taka þátt í aðventusöngstund

 Á mánudagsmorgun, 18. desember, kl.08.05 hefst aðventusöngur á sal skólans. Aðventusöngstund er gömul hefð hér við skólann og í þetta skiptið langar okkur að hafa opið hús og bjóða foreldrum að taka þátt.

Það verður heimilisleg stemmning, nemendur sitja á gólfi og salurinn verður opinn þannig að foreldrar geta staðið fyrir aftan.
Stundinn er yfirleitt 20-30 mínútur og hver veit, mögulega skora nemendur á foreldra í pakkalagið.


Hlökkum til að sjá ykkur