Aðventusöngur
Löng hefð sem hefur skapast í skólanum
Löng hefð er orðin á aðventusöngstund skólans. Alla mánudaga á aðventunni koma nemendur og starfsfólk skólans saman í upphafi dags, kveikja á kertum í aðventukransi skólans og syngja nokkur jólalög.
Í morgun var komið fyrir í sal skólans þar sem nemendur á unglingastigi og Mölum skiptu því á milli sín að kveikja á kertunum í kransinum. Magnús Traustason hefur komið síðustu mánudaga, spilað undir og sundið með okkur og þökkum við honum enn og aftur fyrir samveruna.