Af hverju búum við hér?

14.5.2024

  • 20240508_115914

Í tilefni af barnamenningarhátíðarinnar Púkans var efnt til ljósmynda og ljóðasýningar

Í tilefni barnamenningarhátíðarinnar Púkans var efnt til ljósmynda og ljóðasýningar þar sem nemendur á mið og efsta stigi Grunnskóla Bolungarvíkur fengu tækifæri til að sýna sína listrænu hæfileika.

Þemað fyrir hátíðina í ár var Af hverju búum við hér? Hátíðin lagði fram tillögur um hvað hægt væri að vinna með og meðal þeirra var stungið upp á að finna og fylla upp í tóma fleti í bæjarfélaginu með list.

Ákveðið var að vinna með þá tillögu og setja upp ljóða og ljósmyndasýningu. Þemað fyrir hátíðina var jafnframt þema sýningarinnar og fengu nemendur frjálsar hendur í túlkun og gátu unnið að list sinni út frá því. Sýningin var sett upp þann 8. maí og stendur út maí mánuð í íþróttamiðstöðinni Árbæ. Verkefnið hlaut styrk frá Sóknaráætlun Vestfjarða.