Almennar upplýsingar

11.3.2020

      
Í dag hitti skólahjúkrunarfræðingur nemendur í öllum bekkjum og ræddi um mikilvægi hreinlætis og nemendur æfðu handþvott. Umræðan barst að kórónaveirunni og höfðu mörg börn spurningar, vangaveltur og einhverjir áhyggjur. Mikilvægt er að börnin fái fræðslu sem hæfir aldri þeirra og þekkingu og einnig mikilvægt að þau fái að viðra áhyggjur sínar sem oft eru óþarfar, s.s. börnin búin að mikla aðstæður fyrir sér og eru hrædd um sjálfan sig, ömmu, mömmu, pabba o.s.frv. og eru með rangar upplýsingar um málin.
Lögð var áhersla á að  handþvottur væri aðalmálið í vörn gegn sýkingum almennt og að hósta og hnerra í klút/bréf eða olnbogabót. Mikilvægt er að halda sig heima ef fólk finnur fyrir flensueinkennum.
Flestum nemendum voru sýndar myndir af brauði sem búið að nudda við hendur og fá að gerjast og brá þeim mörgum að sjá hversu miklu máli handþvotturinn skiptir.

Í skólanum hafa verið settir upp brúsar með sótthreinsi á göngum, matsal og salernum. Nemendur skammta sér ekki lengur sjálfir í matsal til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.  Hér er áhugaverður linkur að Krakkarúv, þar sem Alma Möller landlæknir ræðir um kórónuveiruna : https://www.ruv.is/frett/krakkafrettir-utskyra-covid-19