Alþjóðadagur kennara

5.10.2022

  • 382659eng

Til hamingju kennarar. Alþjóðadagur kennara er í dag 5. október

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur í dag, miðvikudaginn 5. október. Á þessum degi er kastljósinu beint að kennurum og rýnt í hið mikilvæga starf sem þeir inna af hendi á degi hverjum.  Kennarasamband Íslands hefur efnt til Skólamálþings í tilefni dagsins undir yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum. Hinsegin málefni verða þungamiðja þingsins og flutt verða fjölbreytt erindi um ólíka anga og nálganir þegar kemur að hinsegin málum innan skólakerfisins.

Dagur kennara hér í Grunnskóla Bolungarvíkur er annasamur þar sem hægt er að fylgjast með Skólamálþingi KÍ, Indíana Rós, kynfræðingur, var í morgun með kynfræsðlu fyrir unglinga stig skólans og verður með svipað erindi fyrir kennara síðar í dag. Opinn fundur um Menntastefnu Vestfjarða er haldinn á Ísafirði og munu stjórnendur skólans sækja þann fund. 

Til hamingju kennarar