Alþjóðasamstarf
Í janúar fékk skólinn styrk fyrir Erasmus verkefni í samvinnu við skóla í þrem löndum, Ungverjalandi, Tyrklandi og Spáni. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og ber heitið „Think blue, go green and drink clean“. Fimm nemendur úr 10. bekk og tveir starfsmenn skólans eru á leið heim frá Barcelona, Sant Celoni, þar sem þeir tóku þátt í vinnu með samstarfsskólunum. Áherslur ferðarinnar voru að skoða ástæður og afleiðingar vatnsmengunar.
Hópurinn okkar hafði það gott og var vel tekið. Farið var í skoðunarferðir, vísindaleiðangur, köfun, strandferð, íþróttaiðkun og kynningar. Ísland fékk sérstaka kynningu sem og Bolungarvík. Eftir fimm daga dvöl er komið að heimferð og lét kveðjustundin engan ósnortinn þar sem tár féllu og fallist var í faðma.
Hér má sjá hópinn með kennurum sínum
Hvað leynist í vatninu?