Alþjóðasamstarf

29.5.2024

  • 436360387_1130493721548250_7626796386759688013_n
Tveggja ára samstarf milli 4 landa er hafið

Í janúar fékk skólinn styrk fyrir Erasmus verkefni í samvinnu við skóla í þrem löndum, Ungverjalandi, Tyrklandi og Spáni. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og ber heitið „Think blue, go green and drink clean“. Fimm nemendur úr 10. bekk og tveir starfsmenn skólans eru á leið heim frá Barcelona, Sant Celoni, þar sem þeir tóku þátt í vinnu með samstarfsskólunum. Áherslur ferðarinnar voru að skoða ástæður og afleiðingar vatnsmengunar.

Hópurinn okkar hafði það gott og var vel tekið. Farið var í skoðunarferðir, vísindaleiðangur, köfun, strandferð, íþróttaiðkun og kynningar. Ísland fékk sérstaka kynningu sem og Bolungarvík. Eftir fimm daga dvöl er komið að heimferð og lét kveðjustundin engan ósnortinn þar sem tár féllu og fallist var í faðma.

Hér má sjá hópinn með kennurum sínum

436428563_2382037605481031_8741656682689017522_n

Hvað leynist í vatninu?

435958027_499188556011907_542458980746284478_n