Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025
Hamingja og samkennd
Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu.
Í tilefni dagsins skrifuðu nemendur í 6. og 7. bekk niður nokkur orð sem lýstu þeirra persónuleika og á hvaða hátt þau geta haft áhrif á líf annarra með hegðun sinni.