Appelsínugul veðurviðvörun

22.2.2022

Á vef lögreglunnar á Vestfjörðum kemur eftirfarandi fram:

Norðaustan hríð (Appelsínugult ástand)  23 feb. kl. 09:00 – 24 feb. kl. 00:00

Norðaustan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 18 - 25 m/s og talsverð snjókoma og skafrenningu með takmörkuðu skyggni norðantil á svæðinu. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s. Samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður.

Við ætlum að meta stöðuna í fyrramálið og setjum inn upplýsingar á heimasíðu skólans á milli 7:00-7:30.

Við minnum á að í óveðursáætlun skólans kemur fram að ef forráðamaður nemanda telur að veður eða veðurútlit sé varhugavert, þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slík tilvik ber að tilkynna í skólann annað hvort með símtali eða senda tölvupóst.