Árlega fjallgangan

3.9.2018

  • Bolafjall-ganga

Unglingastigið fór sína árlegu gönguferð á föstudaginn.

Hópurinn gekk út Bolafjall, yfir Litla-Dal, út Flatafjall. Nestispásan, með fróðleik  um landmótun og þjóðsögum, var í skjóli Traðarhyrnunnar, við Snjólfsgjána. Ferðin hófst við útsýnispallinn á Bolafjalli og sást móta fyrir borgarísjaka við sjóndeildarhringinn sem var svo staðfest í  kíkinum sem var með. Á leiðinni út Flatafjall heyrðist í tófu og sáust tveir yrðlingar hverfa inn í urð einnar syllunnar í fjallinu. Að lokinni gönguferðinni var notalegt að fá heita kjötsúpu í mötuneyti skólans.