Árshátíð GB 2019

28.2.2019

  • Glanni

Var haldin sl fimmtudag 21. febrúar. Þema árshátíðarinnar í ár var Stefán Karl Stefánsson, leikari.

 Heiðruð var minning hans með leik-söng og stuttum bröndurum. Stefán Karl var einn ástsælasti leikari þjóðarinnar en hann lést á sl. ári eftir baráttu við krabbamein. Hann var einna þekktastur fyrir leik sinn í Latabæ sem Glanni glæpur og einnig sem Grinch (Trölli). Stefán var ötull baráttumaður gegn einelti og lagði sitt af mörkum með stofnun samtakanna Regnbogabarna. Nemendur á yngstastigi sungu lög, nemendur á miðstigi sýndu stutta leikþætti og unglingastigið setti upp leikritið Latibær-Glanni glæpur í leikstjórn Sólveigar Eddu Vilhjálmsdóttur myndlistarkonu. Fjölmenni var á sýningunni og nemendur stóðu sig allir með prýði. Meðfylgjandi mynd er fengin af bb.is