Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur

20.2.2024

  • ArshatidGB

Fimmtudaginn 22. febrúar í Félagsheimili Bolungarvíkur

Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur fer fram fimmtudaginn 22. febrúar í Félagsheimili Bolungarvíkur. Líkt og fyrri ár verdur árshátíðin öllum opin og boðið upp á tvær sýningar.
Fyrri sýningin hefst kl. 17.00 og sú seinni kl. 20:00, húsið opnar 30 mínútum fyrir sýningu. Á báðum sýningum sýna allir árgangar leik-, dans- og söngatridi, unglingastigið sýnir söngleikinn Grease.

Selt verður inn við innganginn, miðaverð 1000 krónur. Nemendur leik- og grunnskóla Bolungarvíkur borga ekki inn á hátíðina.

Ekkert hlé verður á sýningunni og engin veitingasala.
Föstudaginn 23. febrúar hefst skóladagurinn, samkvæmt stundatöflu, kl. 08:00.

 Vetrarfrí verður dagana 26. og 27. febrúar.