Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur

10.2.2025

  • Ars

Fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 17:00 og 20:00

Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur verður fimmtudaginn 13. febrúar í Félagsheimili Bolungarvíkur.
Eins og fyrri ár er árshátíðin öllum opin og verða tvær sýningar.
Fyrri sýningin hefst kl. 17.00 og sú seinni kl. 20:00, húsið opnar 30 mínútum fyrir sýningu.
Á báðum sýningum sýna árgangar skólans leik- og söngatriði, unglingastigið sýnir leikritið Ronja Ræningjadóttir.

Selt verður inn við innganginn, miðaverð er 1000 krónur. Nemendur leik- og grunnskóla Bolungarvíkur borga ekki inn á hátíðina. Hægt verður að greiða með korti í anddyri og pening innar í rýminu.

Ekkert hlé verður á sýningunni og engin veitingasala.

ATH dægradvöl lokar kl. 14:00 þennan dag (13. febrúar)! 

Venjulegur skóladagur, samkvæmt stundatöflu, verður föstudaginn 14. febrúar.