Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur verður rafræn í ár

19.4.2021

Auglýsingin

Þar sem aðstæður í samfélaginu bjóða ekki upp á fullan sal af hæfileikaríkum krökkum að sýna bæjarbúum árshátíðaratriði sín verður árshátíð skólans rafræn þetta skólaár.

Miðvikudaginn 21. apríl kl. 18:00 fá allir foreldrar sendan link og aðgangsorð að árshátíðinni. Linkurinn verður opinn til sunnudagsins 25.apríl.

Innkoman af árshátíðinni hefur verið stærsti þáttur fjáröflunar fyrir skólaferðalag unglingastigsins og rútusjóð skólans. Ef einhverjir vilja koma til móts við krakkana og styðja þá, þá er hægt að fara tvær leiðir:

Leggja inn á bankareikning 0174-05-401171 kt. 671088-6629

Kaupa „fjáröflunarpizzu“ hjá Víkurskálanum. Dagana sem linkurinn verður opinn verður Víkurskálinn með tilboð á pizzum. Hægt er að kaupa pizzu með þremur áleggstegundum á 2500 kr, þar af renna 1000 kr í sjóð nemenda.

Við vonum að fjölskyldur eigi notalega stund heima við áhorf á árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur 2021.