Áskorun

20.10.2022

  • 20221019_103107

Nemendur elsta stigs skoruðu á starfsmenn skólans í nokkrum keppnisgreinum

Nemendur elsta stigs skoruðu á starfsmenn skólans í nokkrum keppnisgreinum í gær, miðvikudag. Áskorunin var upphitun fyrir Íþróttahátíð GB sem nú stendur sem hæst. Íþróttahátíðin er árlegur viðburður þar sem öllum skólum á Vestfjörðum er boðið að taka þátt.