Reglur varðandi einangrun og sóttkví

1.9.2021

Að gefnu tilefni þá eru hér reglur varðandi einangrun og sóttkví samkvæmt tilmælum frá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum.

Ef barn eða foreldri fer í sýnatöku vegna einkenna þá er hann/hún í einangrun og aðrir fjölskyldumeðlimir í sóttkví og mæta ekki í skóla eða vinnu.

Börn í smitgát mega mæta í skólann, t.d. ef foreldri eða systkini eru í sóttkví og eru einkennalaus.

Hafa má samband við Helenu skólahjúkrunarfræðing ef þið hafið einhverjar spurningar.
helena@hvest.is.