Baráttudagur gegn einelti
Hjarta sem táknar vináttu, faðmlag og hlýjar tilfinningar.
Baráttudagur gegn einelti er 8. nóvember ár hvert. Markmið dagsins er að efna til umræðu, fræðslu og viðburða sem miða að því að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Föstudaginn 7. nóvember hittust nemendur skólans og unnu í sameiningu að þeim markmiðum sem áður voru nefnd. Tveir bekkir voru paraðir saman, eldri bekkir með yngri, í þeim tilgangi að efla vináttu á milli bekkja, auka jákvæða umræðu og samskipti.
Nemendur fengu mynd af höndum sem mynduðu hjarta, vekja hlýjar tilfinningar og gætu jafnvel minnt á faðmlag. Inn í hjartað skrifuðu og svöruðu nemendur spurningunni: "Hvað ertu þakklát/ur fyrir?"
Nemendur voru þakklátir fyrir margt en þá sérstaklega fyrir kennara sína, skólann, vini og fjölskyldur.


