Betri heimabyggð

21.1.2022

Sýning miðstigs Grunnskóla Bolungarvíkur, Betri heimabyggð er hafin í Íþróttahúsinu. 
Sýningin er einn liður í lotunni lýðræði og mannréttindi sem byrjaði 15. nóvember sl. Í lotunni hafa nemendur unnið verkefni sem tengjast bænum okkar s.s. atvinnuhættir, fyrirmyndarbær, menning og félagsstörf og líkanagerð sem endurspeglar þeirra áherslur á hvað vantar í bæinn okkar. 

Sjón er sögu ríkari.

Sýningin er í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar, komið og sjáið það sem börnin telja að vanti í bæjarfélagið. 
Miðstig Grunnskóla Bolungarvíkur