Betrifatadagur

27.11.2020

Ótrúlegt en satt þá er nóvember að líða undir lok. Við ætlum að gera okkur glaðan dag í skólanum fullveldisdaginn 1. des og mæta í betri fötunum okkar.

það er ekki auðvelt að skipuleggja hefðbundinn desember mánuð þar sem óvissa varðandi tilslakanir á takmörkunum er mikil. Nemendur og starfsmenn hafa staðið sig ótrúlega vel og aðlagað sig að þeim breytingum sem lagðar eru fyrir með stuttum fyrirvara.  Þó finnum við fyrir óþreyju eftir hefðbundinni samveru, valgreinum og meiri blöndun hópa.   Við vonumst eftir jákvæðum fréttum í næstu viku, en látum vita um leið og við getum hvaða /hvort breytingar verða á stundatöflu nemenda.

Eigið góða helgi

Stjórnendur