Bláu liðin sigursæl

21.10.2022

  • 20221021_095738

Íþróttahátíð GB fór fram á fimmtudag og Litahátíð miðstigs í dag

Það hefur verið mikið um dýrðir í skólanum síðustu daga. Í gær, fimmtudag, var íþróttahátíð GB haldin við mikinn fögnuð. Öllum grunnskólum á Vestfjörðum er boðið til þátttöku. Þeir skólar sem mættu til leiks voru Grunnskóli Ísafjarðar, Súðarvíkurskóli, Reykhólaskóli, Grunnskólinn á Þingeyri og Grunnskólinn á Suðureyri. Nemendur blandast í lið sem eru aðgreind með litum og keppa í fjölbreyttum keppnisgreinum. Hátíðin gekk vel og var það bláa liðið sem bara sigur úr bítum. Nemendur úr Reykhólaskóla gistu í Bolungarvík og komu íheimsókn á unglinga stig í dag. Grunnskóli Bolungarvíkur vill þakka fyrir góðar heimsóknir og drengilega keppni.

Litahátíð miðstigs var haldin í dag. Nemendum á stiginu var skipt í lið sem aðgreind voru með litum. Keppt var meðal annars í skutlugolfi, spurningakeppni og sundi. Litahátíðin gekk vel og var það lið Bláu chilly fiskanna sem sigraði. Blaalid Nemendur á unglinga stigi sáu um skipulagningu og undirbúning Íþróttahátíðar GB með aðstoð kennara sinna. Hátíðin er ein af aðal fjáröflunarleiðum í ferðasjóð unglinga stigs.  Á myndinni hér fyrir neðan er verið að baka bakkelsi sem var selt í sjoppunni. 

20221019_160637