Bolóleikar og skólaslit
Á vordögum voru Bolóleikarnir haldnir
Á vordögum voru Bolóleikarnir haldnir. Nemendum var skipt í lið þvert á skólann þar sem nemendur 10. bekkjar voru liðsleiðtogar.
Liðin þurftu að leysa ýmis verkefni í þeim tilgangi að safna eins mörgum stigum og mögulegt var. Verkefnin sem lögð voru fyrir liðin reyndu á liðsheildina, samstöðu og hvatningu. Nemendur þurftu t.d. að prjóna, raða glösum, kasta stígvélum, frisbí, svara spurningum, leika og skjóta í körfu. Eftir leikana grillaði foreldrafélagið pylsur sem runnu vel niður hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Í heimastofu fengu nemendur afhenta sína vitnisburði. Á sal var kennaragrín 10. bekkjar sýnt, verðlaun veitt fyrir stigahæsta lið Boló leikanna sem var græna liðið og að endingu var skólanum slitið.