Bóndadagur

19.1.2023

Á fyrsta degi þorra, bóndadag, verður bændaþema í skólanum

Á morgun, föstudag, er fyrsti dagur í þorra, bóndadagur. Í skólanum verður bændaþema í sinni víðustu mynd. Nemendur eru hvattir að mæta klæddir sem bændur eða búalið. Dæmi um fatnað getur verið ullarpeysa, köflótt skyrta, pils og svunta, sjöl, vinnusloppar, hattar, húfur og fleira og fleira.