Börnin bjarga
Nemendur 6., 8. og 10. bekkjar fengu kennslu frá skólahjúkrunarfræðingi um endurlífgun.
Í Grunnskóla Bolungarvíkur er skipulögð heilbrigðisfræðsla og er fræðslan "Börnin bjarga" liður í fræðslu skólahjúkrunarfræðinga á vegum heilsugæslu.
Fræðslan fjallar um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi en þau felast m.a. í því að kanna áreiti, hringja á hjálp, opna öndunarveg og athuga með öndun og loks hjartahnoð. Farið var í hvern lið og endað á verklegri æfingu með þar til gerðum æfingadúkkum.