Börnin bjarga

24.3.2023

  • 20230324_114432

Nemendur 6., 8. og 10. bekkjar fengu kennslu frá skólahjúkrunarfræðingi um endurlífgun. 

Í Grunnskóla Bolungarvíkur er skipulögð heilbrigðisfræðsla og er fræðslan "Börnin bjarga" liður í fræðslu skólahjúkrunarfræðinga á vegum heilsugæslu. 

Fræðslan fjallar um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi en þau felast m.a. í því að kanna áreiti, hringja á hjálp, opna öndunarveg og athuga með öndun og loks hjartahnoð. Farið var í hvern lið og endað á verklegri æfingu með þar til gerðum æfingadúkkum.

20230324_11443220230324_122500