Bréf frá Amalienborg

16.2.2012

  • Bréf frá Amalienborg

Tvær stúlkur í 9.bekk fengu svarbréf á dögunum frá konungshöllinni í Danmörku en þær höfðu óskað eftir því að hitta einhvern úr konungsfjölskyldunni. Ekki varð hægt að verða við því en drottningin þakkaði þó fyrir bréfið.

Tvær stúlkur í 9. bekk fengu svarbréf á dögunum frá konungshöllinni í Danmörku en þær höfðu óskað eftir því að hitta einhvern úr konungsfjölskyldunni. Ekki varð hægt að verða við því en drottningin þakkaði þó fyrir bréfið.

Forsaga þessa er að nemendur í 8. og 9. bekk eru að fara að heimsækja vinabekk sinn í Lindehøjskolen í Herlev, Danmörku, í apríl næstkomandi. Vinabekkurinn kom í heimsókn til Bolungarvíkur í september 2011.

Spenningurinn er mikill fyrir Danmerkurferðinni og í því samhengi datt tveimur stúlkum úr hópnum, þeim Mörthu Karenu og Magneu Gná, í hug að senda bréf til Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Í bréfinu óskuðu þær eftir því að fá að koma í heimsókn í Amalienborgarhöllina og mögulega fá að hitta meðlim úr dönsku konungsfjölskyldunni.

Bréfið skrifuðu þær í janúar og eftir langa bið fengu þær svo svar frá Margéti þar sem hún þakkaði fyrir bréfið og benti þeim að koma á Amalienborgarsafnið, en sagði að því miður væri ekki möguleiki á að fá að hitta neinn úr konungsfjölskyldunni í þetta skiptið.

Stúlkurnar voru að vonum himinsælar að fá svar þó að ekki væri mögulegt að fá að hitta drottninguna. Undir bréfið skrifaði einkaritari hennar hátignar Bjarne Erbo Grønfeldt.