Breytingar á stundatöflum skólaárið 2017-2018

6.6.2017

Í haust verða gerðar breytingar á stundatöflum þannig að yngsta stigið verður í 40 mínútna kennslustundum.

Í haust verða gerðar breytingar á stundatöflum þannig að yngsta stigið verður í 40 mínútna kennslustundum. Umsjónarkennarinn tekur á móti bekknum sínum kl.8:00 alla morgna og nær að ljúka deginum með þeim í flestum tilfellum. Eftir frímínútur kl. 9:20 eru fagreina- og skiptitímar. Sjá nánar á meðfylgjandi tímatöflu .

Kennslutímar á miðstigi verða að mestu 40 mínútur en kl. 13:05 eru 60 mínútna kennslustundir. Sjá nánar á meðfylgjandi tímatöflu .

Á elsta stigi hefst kennslan hvern morgun á 60 mínútna stundum og síðan skiptast stundirnar ýmist í 40 og 60 mínútur. Sjá nánar á meðfylgjandi tímatöflu .

Athugið að allir árgangar fá þrjár stundir í íþróttir og sund allan veturinn. Miðstig fær þar fyrir utan einn tíma í auka hreyfingu og elsta stigið hefur hreyfingu í vali.