Dagatal 2024-2025
Unglingastig sér um útgáfu dagatals
Undanfarin ár hefur unglingastig skólans séð um útgáfu á dagatali. Dagatalið er borið út á heimili í Bolungarvík.
Með útgáfu dagatalsins eru nemendur að fjárafla fyrir skólaferðalagi sínu. Ýmis fyrirtæki í Bolungarvík og nágrenni styrkja útgáfuna og þökkum við góðan stuðning.
Dagatalið er ýmist skreytt merkjum fyrirtækja eða ljósmyndum sem teknar eru í fyrirtækjaheimsóknum. Í þessu samhengi fór nemendur í siglingu að kvíum Arctic fish ásamt því að fá kynningu á starfsemi þess.