Dagur gegn einelti

8.11.2024

  • 20241108_110016

Við setjum skýr mörk, sýnum kærleika og væntumþykju. 

8. nóvember ár hvert er alla jafna dagur gegn einelti . Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu.

Bekkjardeildum skólans var blandað saman þar sem eldri og yngri nemendur unnu saman að blómaverkefni. Verkefnið gekk út á það að nemendur teiknuðu upp höndina sína á litað blað og klipptu út. Klippt var út lítið hjarta og límt á höndina þ.e. blómið. Þegar blómin voru tilbúin voru þau hengd upp á mötuneytisgangi skólans.

Hönd blómsins táknar að setja skýr mörk og að við samþykkjum ekki einelti. Hjarta blómsins tæknar kærleika og væntumþykju.

Það var ekki annað að sjá en að nemendum kom vel saman við blómagerðina.

20241108_095735

20241108_095417

20241108_09555520241108_100032

20241108_095935

20241108_095951

20241108_100045

20241108_095512

20241108_095629