Dagur íslenskrar tungu
Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl var þemavika á unglingastigi en þemað var íslenskir dægulagatextar.
Hver hópur valdi sér einn texta til kynningar. Einnig átti hópurinn að kynna sér höfund og flytjanda.
Hver hópur var með kynningarbás og bauð yngri nemendum og foreldrum að koma. Framsetning á sýningarbásunum er hugmyndasmíð hvers hóps. Flott framsetning hjá þeim.