Dagur íslenskrar tungu

22.11.2022

  • 20221122_131551
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember

Nemendur og starfsfólk skólans héldu upp á Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðast liðinn. Fjölbreytt verkefni voru unnin í samþættingu á öllum skólastigum. Til umfjöllunar voru kvæði og ljóð, orðamyndanir, orðflokkar og orðskilningur svo fátt eitt sé nefnt. 

Yngstastig vann til að mynda með með vísu Jónasar Hallgrímssonar, Buxur, vesti, brók og skór og sýnir myndin sem fylgir fréttinni afrakstur þeirrar vinnu hjá 3. bekk.