Dagur íslenskrar tungu

17.11.2023

  • 20231116_094918

Hátíðardagur fimmtudaginn 16. nóvember

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Grunnskóla Bolungarvíkur þegar nemendur og starfsmenn skólans komu saman á sal og gerðu sér glaðan dag.

Helga Jónsdóttir formaður læsisteymi skólans setti hátíðardagskránna og minntist Jónasar Hallgrímssonar.

Hjörtur Traustason kom og spilaði undir við fjöldasöng. Linda Harðardóttir, matráður skólans, er búin að semja skólabrag við lagið „Í larí larí lei“ og leiddi yngsta stig frumflutning bragsins innan skólans.

Yngsta stig söng lagið „Sá ég Spóa“ í keðjusöng

IceGuys stigu á stokk en 7. bekkingar höfðu gert lítinn leikþátt eftir þáttunum um strákahljómsveitina og enduðu á að syngja og dansa við lagið „Krumla”

Unglingastig sýndu myndbönd þar reið 8. bekkur á vaðið og sýndi tónlistarmyndband við lagið „Um það sem er bannað“. 9. bekkingar höfðu gert dans við íslenskt dægurlag og sýndu starfsmönnum skólans sem áttu að reyna að giska á hvert lagið væri eftir að hafa horft á dansinn. Starfsmenn skólans voru mis naskir á að giska á rétt lag en flestir þekkja lagið „Fallegur dagur“ með Bubba Morthens. Að lokum sýndu 10. bekkingar myndband þar sem þeir fléttuðu saman lögunum „Ekkert mál“ með Grýlunum og „Íslenskir karlmenn“ með Stuðmönnum.

Yngsta stig lokaði dagskránni með hreyfisöngnum, BINGÓ, og fengu flesta ef ekki alla nemendur og starfsmenn skólans með sér í hreyfisönginn.

Dagskráin heppnaðist vel og má með sanni segja að allir skemmtu sér vel.

20231116_095655

20231116_101002

20231116_10102320231116_10124320231116_10190120231116_102048