Dagur íslenskrar tungu

15.11.2024

  • 20241115_083125

Að tilefni degi íslenskrar tungu sem er á morgun, 16. nóvember, komu nemendur og starfsmenn skólans saman á sal.

Fyrir hönd læsisteymis skólans bauð Helga Jónsdóttir öll velkomin og sagði tilurð þessarar stundar. Markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Á sama tíma vorum við að setja átaksverkefnið Orðaskraf þar sem lögð verður áhersla á að vinna með orð í tungumálinu okkar og stendur það yfir frá 18.-29. nóvember.

Að þessu tilefni fengum við hljómsveitina Óðríki að spila undir nokkur lög sem við sungum saman. Á myndbandinu sem fylgir þessari frétt má sjá og heyra nemendur, starfsmenn og hljómsveitina spila og syngja Skólasönginn en textinn er eftir Lindu Harðardóttur. 

Skólasöngurinn


20241115_081201

20241115_08150020241115_081918