Dagur stærðfræðinnar

15.3.2024

  • Staerdfraedidagurinn

Haldið er upp á alþjóðlegan Dag stærðfræðinnar 14. mars þar sem dagsetningin tengist tölunni pí (3,14). 

Nemendur yngstastigs Grunnskóla Bolungarvíkur létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðadag stærðfræðinnar. Yfirskrift dagsins var leikið með stærðfræði og fóru nemendur í blönduðum hópum á fjórar stöðvar þar sem leikið var með stærðfræðina með ýmsum hætti. Allir voru mjög ánægðir með daginn eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.