„Derringur“

2.9.2020

Vinnustofan “Derringur” er fyrir börn á miðstigi sem verður haldin utan skóla í íþróttahúsinu á Ísafirði. Það er 2 klst á dag frá mánudegi til föstudags frá kl 14-16. Námskeiðið endar svo á lokasýningu sem aðstandendum er boðið á. Þetta námskeið er utanskóla og val og það er því á ábyrgð foreldra að koma börnum þangað.

Langar þig til að kynnast heimi sviðslista í gegnum dans og tónlist? Þá er þetta tækifæri sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara. Derringur er lifandi og skapandi dansvinnustofa þar sem leikgleðin er við völd. Lagt verður af stað í dansferðalag með dönsurunum Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur. Þátttakendur ferðast um árstíðirnar og skapa sýningu í gegnum leiki og lifandi myndir. Hvernig dönsum við sumar, sól, rigningu, rok, landslag í rjómablíðu, farfugla og þar fram eftir götunum? Hvernig hreyfir náttúran sig og hvernig hreyfir hún við okkur? Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen (Hermigervill) mun skapa hljóðheim með hópnum sem innblásinn verður af árstíðunum fjórum eftir Antonio Vivaldi. Í lok námskeiðs verður haldin sýning þar sem aðstandendum er boðið að koma. Aldur: 9-12 ára Staður: Stóra Íþróttahúsið Ísafirði Ekkert þátttökugjald! Skráning á netfangið: derringur2020@gmail.com