Grunnskóli Bolungarvíkur hlýtur sérstök Evrópuverðlaun

7.5.2015

  • ETwinning-Europe

Verkefnið Art Connects Us hlaut sérstök Evrópuverðlaun sem afhent eru í Brussel í gær 7. maí, en verkefnið var unnið af Grunnskóla Bolungarvíkur.

Verkefnið Art Connects Us hlaut sérstök Evrópuverðlaun sem afhent eru í Brussel í gær 7. maí, en verkefnið var unnið af Grunnskóla Bolungarvíkur.

Zofia og nemandi úr skólanum taka á móti viðurkenningunni með félögum sínum úr verkefninu á verðlaunahátíðinni í Brussel. 

Verðlaunin eru mikill heiður fyrir Ísland og sérstaklega fyrir nemendur og kennara Grunnskóla Bolungarvíkur.

Eins og titillinn gefur til kynna fjallar verkefnið um listina í víðu samhengi. Í gegnum listsköpun, listasögu og fleira tengjast fjöldi greina saman,svo sem listir, saga, tónlist, dans, ritlist, upplýsingatækni og ensku. 

Innilega til hamingju!