Eðlilegt skólahald

8.5.2020

Eins og þetta lítur út núna verður skólahald með eðlilegum hætti frá og með mánudeginum 11. maí. Skóli hefst kl. 8.00 hjá öllum nemendum skólans og kennt verður samkvæmt stundaskrá, það þýðir að verkgreinar verða á sínum stað, valgreinar og íþróttir. Íþróttir verða kenndar úti eins og venjan er í maí, nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri. Sund hefst eitthvað seinna, umsjónarkennarar setja inn upplýsingar þegar að því kemur. Allir sem eru í áskrift geta farið í mötuneytið. Dægradvöl verður opin eins og áður, sund hefst þó ekki í heilsuskólanum fyrr en sundlaugin verður tilbúin og boltaskólinn verður að mestu leyti úti en farið verður inn ef þörf er á vegna veðurs. Ef einhverjar breytingar verða á skráningu (mötuneyti/dagradvöl) þarf að láta Láru vita í síðasta lagi á mánudaginn á bolungur@bolungarvik.is eða í síma 456-7249.

Þessi vika hefur gengið mjög vel, gleðin var augljós hjá bæði nemendum og starfsmönnum en ákveðin ró var yfir öllum. Við viljum halda í rólegheitin og ætlum því ekki að opna skólann fyrr en kl. 07:45 þessa daga sem eftir eru og nemendur fara beint í sína stofu þegar þeir koma.

Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur miðvikudaginn 13. maí. Dagurinn verður nýttur í námsmat og undirbúning vordaga. Vordagar verða svo 27.-29. maí sem er jafnframt síðasti skóladagurinn þetta skólaárið.

Við þökkum ykkur fyrir gott samstarf þessar síðustu vikur, við höldum áfram að passa upp á hreinlætið og fjarlægðarmörk eins og hægt er.  Góða helgi öll sömul.