Endurskinsbakpokar

2.9.2022

  • 301867013_788835825633971_2685768617517175143_n

Kvennadeild Slysavarnafélags Landsbjargar, Bolungarvík, færði 1. bekkingum endurskinsbakpoka að gjöf í dag. Gjöfin er liður í forvarnarstarfi félagsins og er þetta í fjórða sinn sem fyrstu bekkingar fá bakpoka að gjöf. Það er von félagsins sem og starfsmanna Grunnskólans að gangandi börn verði sýnilegri í umferðinni á leið sinni til og frá skóla og tómstundum.

Við þökkum Kvennadeild Slysavarnafélagsins kærlega fyrir!

Verum sýnileg.