Endurskinspokar að gjöf
frá Kvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík
Það má segja að sé orðið að hefð að Kvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík færi nemendum 1. bekkjar skólans endurskinspoka að gjöf.
Félagið vonast til þess að gangandi börn verði sýnilegri í umferðinni á leið sinni til og frá skóla og tómstundum. Pokar sem þessir koma að góðum notum nú þegar fer að dimma og við förum fyrir eigin orku í skólann líkt og nemendur og starfsfólk skólans eru að gera þessa viku.
Það voru þær Harpa Rut og Inga Rós sem heimsóttu 1. bekk og færðu nemendunum pokana í upphafi skólaárs.