Uppfært: Hefðbundið skólahald í dag

21.2.2022

Á morgun, þriðjudag 22.02.22 er spáð norðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s með snjókomu eða slyddu á Vestfjörðum.

Við ætlum að taka stöðuna í fyrramálið og setjum inn upplýsingar á milli 07:00-07:30.

Við minnum á að í óveðursáætlun skólans kemur fram að ef forráðamaður nemanda telur að veður eða veðurútlit sé varhugavert, þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slík tilvik ber að tilkynna í skólann annað hvort með símtali eða senda tölvupóst.