eTvinning viðurkenningar

30.9.2020

  • Slide1_1601475077104
  • Arg-2012-2013

eTwinning viðurkenningar

Í fyrra voru unnin nokkur eTwinning verkefni í skólanum. Núna í vikunni bárust okkur viðurkenningar fyrir tvö þeirra. Annað var verkefni sem heitir Artistic Christmas Wishes 2019 og hafði Solveig Edda Vilhjálmsdóttir umsjón með því, ásamt umsjónakennurum bekkjanna í fyrra Sigþrúðar og Systu. Í því unnu nemendurnir saman listrænt rafrænt jóladagatal. Það voru árgangar 2012 og 2013 sem tóku þátt í því. Hitt verkefnið var í umsjá Elínar Þóru, en það heitir Book it 20 og var unnið með Winu, Olgu og Nikolu. Verkefnið var til að örfa bóklestur og lásu þær saman bók eftir Guðrúnu Helgadóttur. Meðal annars bjuggu þær til rafbók um höfundinn og bókina. Við óskum öllum þessum einstaklingum til hamingju.