Etwinning skóli

18.3.2020

  • Awarded-etwinning-school-label-2020-21

Í byrjun mars hlaut Grunnskóli Bolungarvíkur viðurkenningu sem etwinning skóli annað tímabilið í röð, en þessi viðurkenning er veitt til tveggja ára í senn. Viðurkenningin hefur verið veitt 11 íslenskum skólum frá upphafi. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þarf skólinn að vera virkur í rafrænu skólastarfi og fá gæðaviðurkenningu fyrir sín verkefni á landsvísu. Að vera etwinning skóli þýðir að þeir deila forystunni, þeir eru leiðandi í samstarfi, samnýtingu og samvinnu. Þeir eru fyrirmynd fyrir aðra skóla, þeir eru skapandi menntastofnanir og nemendurnir eru fulltrúar breytinga. Við óskum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki til hamingju með árangurinn.