Evrópski tungumáladagurinn

28.9.2017

Þriðjudaginn 26. september tóku nemendur í 8.-10. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur þátt í Evrópska tungumáladeginum með því að kynna sér hvernig orðið vinátta væri á nokkrum Evrópu tungumálum. 

Einnig útfærðu þeir skilning sinn á orðasambandinu ,,tungumál opna dyr" á veggspjald.

Sérstök dómnefnd var fengin til að meta afraksturinn og var verkefni nefndarinnar alls ekki auðvelt.

Þættir sem metnir voru: hugmyndaauðgi í  framsetningu og samvinna hópsins. Veggspjaldið sem veitt voru verðlaun fyrir hefur opnar dyr og í kringum þær raðast lyklar með þjóðfánum Evrópuríkja ásamt orðasambandinu "tungumál opna dyr" á tungumáli viðkomandi þjóðar.

Verðlaunin, gjafabréf hjá Geira á Sjoppunni, hlutu Sylwia, Franz og Jóhann.