Evrópski tungumáladagurinn
Tungumál í þágu friðar
Dagurinn hefur síðan 2001 verið haldinn til heiðurs evrópskum tungumálum og fjöldi fólks víðs vegar um Evrópu skipuleggur eða tekur þátt í viðburðum þennan dag með það að markmiði að efla tungumálafjölbreytileika og færni til að tala önnur tungumál.
Á miðstigi var gerð tungumálatafla með orðum á íslensku, pólsku, ensku, dönsku og sænsku. Á töflunni mátti sjá fjölmörg og skemmtileg orð sem sum voru ansi álík á milli tungumála.
Á unglingastigi voru 10 lög á vinsældarlista ýmissa landa spiluð og giskuðu unglingarnir á hvaða tungumáli lagið sem þeir hlustuðu á var.