FabLab
Valgrein í samstarfi við FabLab á Ísafirði.
Nemendum á unglingastigi hefur staðið það til boða að vera í FabLab valgrein eftir áramót. Nemendur hafa í síðustu tímum fengið að kynnast FabLab smiðjunni sem er búin tækjum og tólum sem gefur þeim tækifæri til að þjálfa sköpunargáfu sína og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
Þetta er skemmtileg viðbót við skólastarfið og dýrmætt samstarf sem skapast á milli skólans og FabLab á Ísafirði.