Fánadagur
Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
Árið 2023 eru átta ár liðin frá því að 193 þjóðir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, settu sér sameiginleg markmið, alls 17 heimsmarkmið um betri heim, sem í grunninn fela í sér að fyrir árið 2030 takist heimsbyggðinni meðal annars að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt.
Í dag, 25. september 2023, tekur Grunnskóli Bolungarvíkur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna ásamt hundruðum fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga á heimsvísu.
Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki.
Fánanum var flaggað í morgun að starfsmönnum og nemendum viðstöddum. Þegar fáninn var kominn að hún var bæjarbragur Bolvíkinga, Í Bolungarvíkinni, sunginn.