Fánadagur heimsmarkmiðanna

25.9.2024

  • 20240925_083737

Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki

Árið 2024 eru níu ár liðin frá því að 193 þjóðir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, settu sér sameiginleg markmið, alls 17 heimsmarkmið um betri heim, sem í grunninn fela í sér að fyrir árið 2030 takist heimsbyggðinni meðal annars að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt.

Í dag tekur Grunnskóli Bolungarvíkur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna ásamt hundruðum fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga á heimsvísu. Nemendur og starfsmenn skólans komu saman í morgun þegar fánanum var flaggað. Skólinn er UNESCO skóli sem þýðir að við vinnum eftir fjórum meginþemum; alþjóðasamvinnu, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og friður og mannréttindi. 
Búið er að reisa varanlega fánastöng á lóð skólans og ber að fagna því, við erum líklega með eitt fallegasta fánastæði landsins460322804_1185522285887087_3686697554246417245_n20240925_083659460069930_543775038165281_2333977710583082558_n