Fánadagur heimsmarkmiðanna
Grunnskólinn vill vera hluti af lausninni
United Nations Global Compact hefur frá árinu 2019 staðið fyrir fánadegi heimsmarkmiðanna og er þetta í þriðja sinn sem við tökum þátt í deginum. Með því að flagga fánanum sýnum við að við viljum vera hluti af lausninni og vekjum umræðu á mikilvægi heimsmarkmiðanna.
Fánanum var flaggað í morgun og voru það bræðurnir Einar Jóhann (10. bekk) og Elías Guðni (1. bekk) Elvarssynir sem hjálpuðust að við að draga fánann á húni.